þriðjudagur, 24. júní 2014

Brownies með minturjóma

Eftir Evu Brink
Girnilegar brownies með minturjóma að hætti Evu Brink
Brownies með minturjóma
Fyrir 6

100 g 56% súkkulaði
120 g smjör
250 g sykur
85 g hveiti
2 egg
1 tsk. vanilludropar
½ tsk. salt

Hitið ofninn í 180°C. Klæðið 15 x 25 cm eða svipað form með bökunarpappír og smyrjið bökunarpappírinn. Bræðið súkkulaði og smjör saman í potti eða örbylgjuofni. Þeytið saman eggjum og sykri og blandið svo vanilludropunum og saltinu saman við. 

Hellið súkkulaðinu og því næst hveitinu ofan í og hrærið varlega saman við með sleif. Hellið deiginu í formið og jafnið út. Bakið í 30-35 mínútur eða þar til prjónn sem stungið er í kökuna kemur hreinn upp. Leyfið kökunni að kólna og skerið svo í 6 sneiðar.

Minturjómi
500 ml rjómi
8 msk. sykur
1½ tsk. piparmintudropar
3-4 dropar grænn matarlitur
100 g suðusúkkulaði

Setjið rjóma, sykur, piparmintudropa og matarlit í skál og þeytið saman þar til rjóminn er orðinn þéttur. Saxið suðusúkkulaðið í smáa bita og blandið varlega saman við rjómann með sleif. 

Setjið örlítinn minturjóma á botn ílátanna og brownies-sneiðarnar ofan á. Toppið svo með meiri minturjóma og gjarnan súkkulaðispæni og Remi-mintukexi.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli