Uppskrift (gefur 20 muffins):
100 g smjör
2 egg
2 dl sykur
3 dl hveiti
2 tsk lyftiduft
2 tsk vanillusykur
1 dl mjólk
Ofn hitaður í 200 gráður við undir- og yfirhita. Smjörið er brætt og látið kólna, þá er mjólkinni bætt út í. Egg og sykur er þeytt þar til blandan verður létt og ljós. Þá er hveiti, lyftidufti og vanillusykri blandað saman. Þessari þurrblöndu er blandað smátt og smátt út í eggjablöndunum á víxl við smjör/mjólkurbönduna. Deiginu er skipt á milli um það bil 20 muffins forma (fer eftir stærð) en formin eiga að vera fyllt til 2/3. Bakað í ofni við 200 gráður í ca. 15 mínútur.
Smjörkrem með vanillu:
150 g smjör (við stofuhita)
200 g flórsykur
2 tsk vanillusykur
2 msk síróp
matarlitur
Hrærið smjörið þar til það er orðið kremkennt. Sigtið flórsykur og blandið því síðan smátt og smátt við smjörið. Ef kremið er of þykkt er hægt að bæta við örlítilli mjólk. Hrærið að lokum sírópi saman við. Ef kremið á að hafa lit er matarlitnum bætt út í að síðustu.
Önnur góð fyrir rósagerð
250 g smjör við stofuhita
500 g flórsykur
50 ml. rjómi
4 tsk. vanilludropar
Matarlitur að vild
Aðferð
Hrærið smjörið þar til það er orðið létt og fluffy, þetta er mjög mikilvægt sérstaklega ef þú ætlar að skreyta með kreminu að það séu engir harðir smjörkögglar í kreminu því það getur stíflað stútinn. Bætið svo flórsykrinum smá og smá saman við ásamt rjómanum, gott er að hræra vel á milli svo flórsykurinn slettist ekki út um allt. Bætið svo vanilludropunum saman við. Gott er að smakka kremið, ef þér finnst það of þykkt þá er hægt að bæta við rjóma, ef það er of þunnt þá bætir þú við flórsykri og ef þú vilt meira vanillubragð þá er um að gera að bæta við það. Það er einnig hægt að nota hvaða bragð sem er fyrir þetta krem. Gott er að vita að það þarf rosalega lítið magn af matarlit í kremið og best er að setja lítið í einu og bæta svo bara við ef rétti liturinn er ekki kominn, því það er ekki aftur snúið! Kreminu er svo sprautað á kökurnar og notaði ég sprautustút 1M fyrir þessar rósir.